OMXI6ISK vísitalan lækkaði um 0,79% í síðustu viku samkvæmt vikulegum markaðsfréttum Íslenskra verðbréfa. Mesta lækkun vikunnar var með hlutabréf í Bank Nordik, en bréfin lækkuðu um 2,8%. Aðeins 8 viðskipti voru með bréf Bank Nordik og var veltan rúmar 1,8 milljónir króna. Mest hækkuðu bréf Icelandair eða um 2,38% og var veltan tæpar 182 milljónir króna. Heildarvelta OMXI6ISK vísitölunnar var rúmar 473 milljónir króna. Mesta veltan var með bréf Marels, eða rúm 54% af heildarveltunni og næst á eftir komu bréf Icelandair sem voru rúm 38% af veltu vikunnar.