Íslendingur var kjörinn fyrsti kvenkyns vara alþjóðaforseti Lions í 100 ára sögu samtakanna. Guðrún Björt Yngvadóttir var í gær kosinn 2. varaforseti alþjóðlegu Lionshreyfingarinnar.

Lionshreyfingin eru líknarsamtök um 1,4 milljóna einstaklinga í yfir 200 þjóðlöndum sem stofnuð voru árið 1917. Þangað til 1987 voru klúbbarnir eingöngu fyrir karlmenn.

Heimildir Viðskiptablaðsins segir að hún geti með þessari kosningu orðið fyrsti kvenkyns alþjóðaforseti samtakanna eftir tvö ár.