Tíu manna sendinefnd hélt af stað til Lúxemborgar í gær til þess að fá niðurstöðu í stöðu kröfuhafa í dótturfélag Landsbankans í Lúxemborg. íslenskir innlánseigendur hjá bankanum hafa staðið í mikilli baráttu við að fá aðgang að reikningum sínum og telja sig hafa mætt neikvæðri afstöðu meðal skiptaráðanda í Lúxemborg.

Samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá kröfuhöfunum er ætlunin að eiga fund með fjármálaeftirlitinu í Lúxemborg, skiptastjóra og jafnvel fleiri opinberum aðilum.