Fjöldi íslenskra léna, þ.e.a.s. þeirra sem hafa endinguna .is lén voru að skríða yfir 25.000 léna markið og mun það hafa gerst í fyrradag samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækinu Modernus sem heldur yfirlit yfir umferð á netinu.

Samkvæmt teljara sem sjá má á efst í vinstra horni vefsins isnic.is eru lén núna 25.043 talsins. Teljarinn sýnir fjölda skráðra léna á hverjum tíma. Hann lækkar við afskráningar og hækkar við nýskráningar og sýnir núna 25.043 lén eins og áður segir.

,,Við þökkum áframhaldandi aukningu í nýskráningum því að nýtt lén lækkaði 1. des. síðastliðin úr kr. 12.450 í kr. 7.918. Það munar um minna," sagði Jens Pétur Jensen hagfræðingur og framkvæmdastjóri Modernus.