Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Forlagsins, segir frá nýrri tækni sem gerir lesendum kleift að lesa rafbækur sínar í öllum tækjum sem þeim sýnist. Vonir standa til að hægt verði að tengja rafbækurnar við nýjan íslenskan hljóðgervil og þannig verði hægt að skipta á milli lesturs og upplesturs eftir hentisemi.