*

sunnudagur, 1. ágúst 2021
Innlent 22. nóvember 2011 09:10

Íslensk skip hafa veitt fyrir 98,8 milljarða á árinu

Aflaverðmæti íslenskra skipa jókst um 6,9% á milli ára. Verðmæti þorsks er tæpur þriðjungur heildaraflans.

Ritstjórn
Þúsund þorskar á færibandi.
Björgvin Guðmundsson

Aflaverðmæti íslenskra skipa nam 98,8 milljörðum króna fyrstu átta mánuði ársins. Þetta er 6,4 milljörðum krónum meira aflaverðmæti en á sama tíma í fyrra, samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar. Hlutfallslega nemur aukningin 6,9% á milli ára.

Botnfisksaflinn er um tveir þriðju hlutar af af heildaraflaverðmætinu. Það nam 60,5 milljörðum króna og er 5,8% samdráttur á milli ára.

Verðmæti þorskaflans nam 28,9 milljörðum króna og dróst saman um 4% en verðmæti ýsu nam 7,6 milljörðum. Verðmæti ýsunnar hrundi um 31,8% á milli ára.

Á móti jókst aflaverðmæti uppsjávarafla um 48,2%. Það nam 28,5 milljörðum króna.

Hagstofan bendir á að verðmæti afla sem seldur var í beinni sölu útgerða til vinnslu innanlands nam 43,2 milljörðum króna og jókst um 14,9% frá árinu 2010. Aflaverðmæti sjófrystingar nam 36,8 milljörðum króna er er 10% aukning frá fyrra ári. Verðmæti afla sem keyptur er á markaði til vinnslu innanlands nam um 13,5 milljörðum króna, sem er nær sama upphæð og á fyrstu átta mánuðum síðasta árs.

Stikkorð: aflaverðmæti Þorskur