Íslensk stjórnvöld íhuga nú að gefa fyrirtækjum leyfi til að leita eftir olíu við strendur Íslands á næsta ári, segir heimildarmaður Dow Jones-fréttastofunnar.

Nýjar rannsóknarupplýsingar gefa til kynna að olía geti leynst í landhelginni, segir í frétt Dow Jones, og gætu birgðirnar hugsanlega numið milljörðum olíufata.