Talið er að íslensk stjórnvöl leiti til sérstakrar efnahagsbrotadeildar breskra yfirvalda (e. Serious Fraud Office ) og Europol vegna rannsóknar sinnar á aðdraganda bankahrunsins hér á landi s.l. haust.

Breska blaðið The Daily Telegraph greindi frá þessu í gær en í umfjöllun blaðsins kemur fram að stjórnvöld hér á landi hafi ráðið Evu Joly sem ráðgjafa til að rannsaka hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað í aðdraganda hrunsins.

Telegraph hefur eftir ónafngreindum heimildarmanni kunnugum rannsókninni að íslensk stjórnvöld þurfi nauðsynlega hjá frá Bretlandi, Evrópuríkjum og skattaparadísum til að rannsaka málið því krosseignarhald og fjármagnsflutningar milli flæki málið verulega.

Fram kemur á vef Telegraph að Joly hafi staðfest að þörf sé á erlendri aðstoð til að endurheimta það fé sem mögulega hafi verið flutt ólöglega úr landi. Hún segir þó að rannsóknin þurfi að hefjast nú þegar heima á Íslandi.

Serious Fraud Office neitaði að tjá sig um það hvort íslensk stjórnvöld hefðu leitað til stofnunarinnar.