Stofnfundur Íslensk-taílenska viðskiptaráðsins var haldinn í gær. Þar var fjallað um tækifæri í viðskiptum milli Íslands og Taílands. Þetta kemur fram í frétt á vef Félags atvinnurekenda .

Þrettán fyrirtæki tóku þátt í stofnun ráðsins — sem ýmist stunda innflutning og útflutning til og frá Taílandi — ásamt fyrirtækjum sem eru í eigu taílenskra eigenda.

Einnig kemur fram í samþykktum ráðsins að: „Ráðið hefur það verkefni, að efla verslunar- og viðskiptasambönd milli Taílands og Íslands. Líta ber á ráðið sem vettvang til skoðana- og upplýsingaskipta milli viðskiptaaðila og ríkisstjórna beggja landa. Ráðið mun leitast við að styrkja hagsmuni félagsmanna með því að stuðla að nánara sambandi fyrirtækja beggja landa.“

Í tilkynningunni kemur fram að: „Í fyrstu stjórn ÍTV voru kjörin þau Guðmundur Rósmar Sigtryggsson, framkvæmdastjóri Xco hf., Manit Saifa, eigandi Gamla Síam, og Andrea Sompit Siengboon þýðandi.

Stofnfélagar eru Álnabær hf., Hagar hf., Icelandair Group hf., Marel Iceland ehf., Nings ehf., Ó. Johnson og Kaaber ehf., Össur ehf., P.J. markaðs- og auglýsingaþjónusta ehf., Síam ehf., Softverk á Íslandi ehf., T&D ehf., Tómas & Dúna ehf.  og Xco hf. “