*

mánudagur, 26. júlí 2021
Innlent 27. október 2014 13:17

Íslensk vara tækniverkefni dagsins á Kickstarter

Íslenska frumkvöðlafyrirtækið Kúla kynnir nýja vöru sem nefnist Kúla Bebe og tekur þrívíddarmyndir með snjallsímum.

Ritstjórn

Íslenska frumkvöðlafyrirtækið Kúla kynnir nú nýja vöru sem nefnist Kúla Bebe. Er hún notuð til þess að taka þrívíddarljósmyndir með snjallsímum. Hugbúnaðurinn gerir notandanum kleift að nota nánast hvaða þrívíddaraðferð sem er til þess að skoða útkomuna.

Verkefnið var síðasta þriðjudag sett á hópfjármögnunarsíðuna Kickstarter og var fljótlega útvalið af starfsmönnum síðunnar. Á morgun verður verkefnið svo valið tækniverkefni dagsins á Kickstarter, en um 850 mismunandi verkefni komu þar til greina. Verður þetta í fyrsta sinn sem íslenskt verkefni fær þennan heiður.

Fyrirtækið hefur það að markmiði að safna 40.000 dollurum í fjáröfluninni, og takist það mun framleiðsla og dreifing hefjast strax eftir áramót. Ljósmyndavöruverslunin B&H Photo í New York hefur þegar hafi sölu á vörum Kúlu í vefverslun sinni.

Stikkorð: Kickstarter Kúla Kúla Bebe