Tryggingarsjóður innstæðueigenda og fjárfesta (TIF) hefur gert samning við Íslensk verðbréf um að annast eignastýringu fyrir sjóðinn, þetta kemur fram í tilkynningu frá félögunum fyrir stundu.

Samningurinn er gerður í framhaldi útboðs þar sem leitað var eftir aðilum til að stýra einum þriðja af eignasafni sjóðsins sem nú hefur yfir að ráða um 20 milljörðum.

Fimm fjármálafyrirtæki tóku þátt í útboðinu en að loknu ítarlegu matsferli, þar sem þættir á borð við reynslu í eignastýringu og stöðugleika voru lagðir til grundvallar, varð það niðurstaða sjóðsins að gera samning við Íslensk verðbréf.