Forráðamenn Nordic eMarketing og breska fyrirtækisins M2 Communications hafa skrifað undir samning sem felur í sér ráðgjöf vegna endurvefvæðingar og netmarkaðssetningar M2 Communications á alþjóðamarkaði, segir í tilkynningu frá Nordic eMarketing.

M2 Communications, sem er í eigu íslenskra fjárfesta, er þriðja stærsta fyrirtæki heims á sviði rafrænnar fréttadreifingar, samkvæmt uppýsingum frá fyrirtækinu.

Þjónusta fyrirtækisins felst í dreifingu efnis í gegnum þjónustuveitur, svo sem Factiva ? sem er samtarfsverkefni Reuters og Dow Jones ? FT.COM, Gale og Thomson.

?M2 Communications hlakkar til að vinna með Nordic eMarketing á næstu mánuðum við að auka sjáanleika fyrirtækisins á Internetinu og auka gæðaumferð á vefi okkar," segir Thomas Naysmith, framkvæmdarstjóri M2.

Nordic eMarketing segir M2 hafi leitað að ráðgjafafyrirtæki til að annast úttekt á vefmálum fyrirtækisins og netmarkaðssetningu M2 Communications og skoðað nokkur fyrirtæki sem sérhæfa sig á því sviði í Bretlandi.

?Eftir úttekt á þörfum M2 var Nordic eMarketing eina fyrirtækið sem uppfyllti öll þeirra skilyrði sem þurfti til að takast á við verkefnið. Nordic eMarketing mun leitast við að tryggja M2 Communications mikinn sýnileika á Internetinu með því að leitarvélabesta vefi þeirra," segir í tilkynningunnil.

?Verkefni eins og þetta eru gríðarlega mikilvæg Nordic eMarketing," segir Kristján Már Hauksson, sviðsstjóri Internet markaðssetningar.

"Það skilar okkur ekki aðeins umtalsverðum tekjum heldur er það að einnig mikil viðurkenning að fyrirtæki eins og M2 leiti til okkar og það undirstrikar hversu Internetið er frábær leið til að brjóta niður hefðbundin landamæri í markaðssókn erlendis."

Nordic eMarketing hefur nær 10 ára reynslu í hugbúnaðarráðgjöf og markaðssetningu á Netinu og býður þjónustu sína um allan heim. Hjá Nordic eMarketing starfa 12 manns með víðtæka menntun og reynslu á þessu sviði. Á meðal viðskiptavina eru mörg af stærstu fyrirtækjum landsins auk fyrirtækja erlendis, segir í tilkynningu frá fyrirtækinu.