*

föstudagur, 14. ágúst 2020
Innlent 10. ágúst 2019 15:04

Íslenska gámafélagið hagnast um 33,7 milljónir

Hagnaður Íslenska gámafélagsins jókst milli ára en hann nam 33,7 milljónum króna á síðasta ári samanborið við 15,5 milljónir árið á undan.

Ritstjórn
Jón Þórir Frantzson
Birgir Ísl. Gunnarsson

Hagnaður Íslenska gámafélagsins jókst milli ára en hann nam 33,7 milljónum króna á síðasta ári samanborið við 15,5 milljónir árið á undan. Restrartekjur fyrirtækisins árið 2018 námu 4,8 milljörðum króna en rekstrargjöldin voru 4,5 milljarðar.

Eignir fyrirtækisins í árslok 2018 námu rétt tæpum 4,6 milljörðum króna en eigið fé var 1,7 milljarðar. Framkvæmdastjóri Íslenska gámafélagsins er Jón Þórir Frantzson.