Íslenska gámafélagið hefur verið sett í söluferli. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag. Hluthafar félagsins sem eru eignarhaldsfélagið Gufunes og fagfjárfestasjóðurinn Auður I hafa ákveðið að bjóða allt hlutafé félagsins til sölu.

Gert er ráð fyrir að velta fyrirtækisins á þessu ári verði 4,9 milljarðar króna og EBITDA-n verði 650 milljónir króna.

Velta fyrirtækisins hefur nærri tvöfaldast frá árinu 2012 og EBITDA félagsins hefur þrefaldast. Árlegur vöxtur að meðaltali hefur verið 10,7%.