Haft var eftir Þórði Friðjónssyni , forstjóra Kauphallar Íslands, í morgunfréttum Ríkisútvarpsins að hann teldi íslenska hagkerfið vera orðið fjármála- eða bankahagkerfi með svipuðum einkennum og hagkerfi Bretlands, Sviss, Luxemburg o.fl. Fram kom í viðtali við Þórð að hann réði þetta af þeirri staðreynd að nú mynduðu bankar og fjármálafyrirtæki upp undir 90% af úrvalsvísitölunni.