Í vikunni fór gengisvísitala íslensku krónunnar í 203,83 sem er lægsta gildi hennar síðan 25. mars 2009 en þá var hún 199,31. Íslenska krónan hefur því ekki verið sterkari í 1,5 ár. Í dag er gengisvísitala 204,38. Íslenska krónan hefur ekki verið sterkari gagnvart Bandaríkjadal í tæp tvö ár, eða síðan um miðjan nóvember 2008. Dalurinn kostar í dag 110,4 krónur.