Í dag hefur íslenska krónan styrkst lítillega gagnvart öllum helstu viðmiðunargjaldmiðlum nema norsku krónunni.

Mesta styrkingin gagnvart Bandaríkjadal

Hefur sú norska styrkst um 0,56% gagnvart þeirri íslensku í dag, en sú íslenska hefur styrkst gagnvart öðrum helstu gjaldmiðlum, mest gagnvart Bandaríkjadal.

Styrking íslensku krónunnar gagnvart Bandaríkjadal nemur 0,88%, en næst mest styrkist hún gagnvart sænsku krónunni og svissneska frankanum, eða sem nemur 0,21%.

Loks styrkist hún um 0,18% gagnvart breska pundinu, 0,17% gagnvart japanska jeninu og 0,15% gagnvart hvort tveggja evrunni og dönsku krónunni.