Íslenska ríkið hefur ákveðið að leggja til nýtt hlutafé inn í Glitni, sem nemur 85 milljörðum króna á genginu núna og eignast þar með 75% í bankanum.

Í tilkynningu frá Kauphöll Íslands kemur fram að ríkið greiði 600 milljónir evra fyrir þennan ráðandi hlut. Þar segir að tilhögunin styrki eiginfjárhlutfall Glitnis og lausafjárstöðu.

Lárus Welding, forstjóri Glitnis, hefur verið beðinn að halda áfram sem forstjóri félagsins og hefur samþykkt það.

Stærstu hluthafar bankans, ásamt stjórn bankans hafa samþykkt tilboð ríkisins.