Fjölskipaður Hæstiréttur snéri dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli íslenska ríkisins gegn Bjarka H. Diego, fyrrum framkvæmdastjóra Kaupþings. Héraðsdómur hafði komist að þeirri niðurstöðu að skattleggja ætti söluréttarsamninga sem Bjarki gerði við Kaupþing líkt og um launatekjur væri að ræða. Um var að ræða skatta á árunum 2005 og 2006. Íslenska ríkinu er gert að greiða Bjarka um 44,9 milljónir með vöxtum vegna ofgreiðslu skatta auk 1,5 milljóna málskostnað.

Ríkisskattstjóri taldi að söluréttarsamningarnir, sem gerðir voru árin 2001 og 2003, væru í raun kaupréttarsamningur. Bjarki taldi að samningarnir væru í grundvallaratriðum ólíkur kaupréttarsamningum. Vísaði hann meðal annars til þess að stjórnendur bankans ætluðust til þess að bréfin yrðu í hans eigu á meðan hann starfaði hjá bankanum.

Héraðsdómur féllst á þau rök að skattskylda hefði skapast þegar söluréttarákvæði samningsins rann út og að skattstofn væri munur á markaðsvirði bréfanna þegar samningur var gerður og þegar söluréttarákvæði rann út. Hæstiréttur tók hinsvegar gilt að Bjarki hafi aldrei nýtt sölurétturinn og myndaði samningurinn því ekki tekjur.

Dómur Hæstaréttar.