Hlutur Sjúkratrygginga af kostnaði vegna kaupa sjúklinga á örvandi lyfjum sem notuð eru við ofvirkni með athyglisbresti (ADHD) og lyfja sem efla heilastarfsemi nam tæpum 877 milljónum króna á einu ári, þ.e. frá í desember 2011 og fram til nóvember í fyrra. Af heildarfjárhæðinni nemur kostnaður Sjúkratrygginga Íslands vegna kaupa á amfetamíni rúmum 10,8 milljónum króna. Hlutur sjúklings nemur á móti rúmum 2,2 milljónum króna eða sem nemur 17% af heildarkaupunum.

Önnur lyf á lista Sjúkratrygginga eru Modiodal, Metýlfenidat og Strattera. Mesti kostnaður Sjúkratrygginga lá í kaupum á Metýlfenidal fyrir tæpa 659,5 milljónir króna. Það er 89% af heildarkaupunum. Kostnaður sjúklinga nam á móti rúmum 79,2 milljónum króna.

Þetta er á meðal þess sem fram kemur í svari Guðbjarts Hannessonar velferðarráðherra við fyrirspurn Margrétar Tryggvadóttir, þingmanns Hreyfingarinnar.

Margrét spurði m.a. hvernig lyfjakostnaður skiptist á milli ríkis og sjúklinga.

Spurningar Margrétar og svör ráðherra má sjá hér .