Ólíkt flestum öðrum sögum er hófust er lánsfjárkreppan skall á í fyrra, er saga íslenska hagkerfisins ein af fáum sem hafa fengið farsælan endi. Þetta er mat blaðamannsins Robert Venes en í tímaritinu Acquisitions Monthly fjallar hann um stöðu íslensku bankanna.

Venes ræðir þann ólgusjó sem íslensku bankarnir hafa siglt í undanfarið ár. Í grein sinni og segir frá himinháum skuldatryggingaálögum, meintum árásum spákaupmanna á íslenska hagkerfið og frá metnaðarfullri yfirtöku á erlendum banka sem Kaupþing þurfti að hverfa frá á sínum tíma. Í greininni eru höfð eftir ummæli frá talsmönnum flestra bankanna og kemst blaðamaður að þeirri niðurstöðu að íslensku bankarnir hafi staðið af sér stórsjóinn. Hann segir afkomu bankanna á á fyrri helmingi þessa árs vera til marks um það, segir fréttir þess efnis í ágúst að þeir hafi staðist álagspróf Fjármálaeftirlitsins vera til marks um ágæta stöðu þeirra.

Í niðurlagi greinarinnar kemst Venes að þeirri niðurstöðu að af því gefnu að engir borgarísjakar séu á ferð muni íslenska hagkerfið halda sjó í þeim vályndu veðrum er nú geisa á fjármálamörkuðum.