*

miðvikudagur, 29. janúar 2020
Innlent 22. september 2011 10:29

Íslenska sjávarútvegssýningin hefst í dag

Sýnendur á Sjávarútvegssýningunni eru yfir 500 talsins frá 34 löndum.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Íslenska sjávarútvegssýningin, hin tíunda í röðinni, opnar í Smáranum í Kópavogi dag. Sýningarsvæðið er 13.000 fermetrar að flatarmáli auk útirýmis. Sýningin er álíka stór og síðasta sýning sem haldin var árið 2008, en þessi sýning hefur verið haldin á þriggja ára fresti allt frá árinu 1984.

Íslenska sjávarútvegssýningin er jafnan mjög fjölsótt þótt um fagsýningu sé að ræða. Síðast voru gestir á þrettánda þúsund talsins.

Sýningin stendur í þrjá daga. Hún er opin frá klukkan 10-18 á fimmtudag og föstudag en frá 10-16 á laugardag.

Í tilefni af sýningunni er komið út 150 blaðsíðna tímarit Fiskifrétta. Meðal efnis er viðtal við Arthur Bogason formann Landssambands smábátaeigenda, fréttaskýring um veldi Samherja og róður Fiskifrétta með Garpi SH. Gestir sýningarinnar geta nálgast blaðið frítt og áskrifendur Fiskifrétta hafa einnig fengið blaðið sent.