Íslenska sumargotssíldin hefur veiðst ágætlega undanfarnar vikur, segir greiningardeild Glitnis.

?Á vertíðinni í haust og í vetur er búið að veiða 104 þúsund tonn sem er um 80% af úthlutuðum kvóta. Úthlutaður kvóti á yfirstandandi fiskveiðiári er 130 þúsund tonn. Það stefnir því í að kvótinn náist á vertíðinni sem væntanlega klárast á næstu vikum. Veiði og vinnsla á sumargotssíld er mjög mikilvæg fyrir afkomu uppsjávarfiskfyrirtækja, til dæmis skráðu félögin Vinnslustöðina og HB Granda,? segir greiningardeildin.

Hún segir að á vertíðinni í ár hefur hærra hlutfall af aflanum farið í mjölvinnslu en í manneldisvinnslu samanborið við síðasta ár.

?Þar kemur til að mjölverð er sögulega hátt og auk þess er verð á frystum síldarafurðum heldur lægra en á vertíðinni í fyrra. Búast má við því að aflaverðmætið á verðtíðinni í ár verði hærra en í fyrra vegna aukningar í kvóta, veikingar krónunnar og hás afurðaverðs.

Aflahæsta skipið á síldarvertíðinni (íslenska sumargotssíldin) í haust og vetur er Áskell EA í eigu útgerðarfélagsins Gjögurs með 8,6 þúsund tonn en þar á eftir kemur skip Ísfélags Vestmannaeyja Antares VE með 8,2 þúsund tonn,? segir greiningardeildin.