Rétt rúmur helmingur landsmanna eða 50,3% vill halda í krónuna sem framtíðargjaldmiðil landsins. Afgangurinn, þ.e. 49,7%, vill hins vegar taka upp einhvern annan gjaldmiðil, samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2.

Í sambærilegri könnun í janúar í fyrra vildu 52,6% halda krónunni en 47,4% annan gjaldmiðil.

Fram kemur í Fréttablaðinu í dag að flestir þeirra sem styðja Sjálfstæðisflokkinn vilja halda í krónuna eða 65,1%, um helmingur Framsóknarmanna og VG. Færri vilja krónuna í röðum þeirra sem styðja aðra flokka.