Íslenska Úrvalsvísitalan hefur hækkað mest allra á Norðurlöndunum, segir greiningardeild Landsbankans.

Íslenskir fjárfestar hafa í auknu mæli beint sjónum sínum að Norðurlöndunum og því gaman að bera þær vísitölur saman.

Íslenska Úrvalsvísitalan hefur hækkað mest á síðustu tólf mánuðum, eða um 72%, næst á eftir henni kemur sú norska með 35% hækkun. Hinar úrvalsvísitölurnar hafa hækkað um 27%-34% á síðustu tólf mánuðum.


Myndin er fengin frá Landsbankanum.