*

laugardagur, 31. júlí 2021
Innlent 16. maí 2013 09:44

Íslenska vatnið verðlaunað

Átappað vatn úr Ölfusinu fékk tvær gullstjörnur í smökkun alþjóðlegra sérfræðinga.

Ritstjórn

Vatn á flöskum undir merkjum Icelandic Glacial fékk tvær gullstjörnur á verðlaunahátíðinni „Superior Taste Awards“. Verðlaunin veitir stofnunin „Intrenational Taste & Quality Institue“ en að baki henni standa kokkar og þjónar víðsvegar um heiminn. Fram kemur í tilkynningu að markmiðið sé að bragða og meta hágæða mat og drykki frá öllum heimshornum. Á vef „Superior Taste Awards“ er verðlaununum líkt við stjörnugjöf í Michelin-biblíu matarrýna.

Þá segir í tilkynningunni að fjórtán af heimsins fremstu sérfræðingum um mat og drykk gáfu vatninu 2 stjörnur af þremur mögulegum. 

Vatninu er tappað á flöskur í landi Hlíðarenda fyrir austan fjall í Ölfusi við Þorlákshöfn. Helstu eigendur fyrirtækisins sem framleiðir átappaða vatnið eru þeir Jón Ólafsson, sem löngum hefur verið kenndur við Skífuna, sonur hans, og aðrir fjárfestar.