Nýjar dekur baðvörur frá fyrirtæki hjónanna Haraldar Jóhannssonar og Fjólu G. Friðriksdóttur, Forval, verður dreift í Bandaríkjunum, Evrópu og Asíu en þau hafa nýlega skrifað undir samninga þess efnis að því er Morgunblaðið greinir frá.

Vörurnar eru alls 14 talsins sem stendur en þær verða markaðssettar undir vörumerkinu Spa of Iceland, en í þær eru notaðar 3,5 tonn frá Saltverki á Reykjanesi við Ísafjarðardjúp. Saltið var á dögunum sent til Danmerkur þar sem varan fer í framleiðslu á þriðju viku mánaðarins að því er Fjóla greinir frá.

„Við erum búin að vera svo mörg ár í þessum snyrtivöruheimi og búum að góðum samböndum þar. Okkar gömlu samstarfsaðilar tóku okkur vel. Ísland er heitt, og héðan kemur ekki mikið af vörum af þessu tagi,“ segir Fjóla en fyrirtæki þeirra hjóna vinna alla þróunar- og hönnunarvinnu með dönskum framleiðenda sem lengi hefur unnið með fyrirtækinu.

„Þetta verða m.a. tveir líkamsskrúbbar, hvítur freyðandi saltskrúbbur og svartur lava-saltolíuskrúbbur, sem er alveg nýtt og mjög spennandi.“ Fjóla segir að þau hafi lagt mikla áherslu á að fá vegan vottun á vörurnar sem innihaldi 95% náttúruleg innihaldsefni.