Stefan Ingves, seðlabankastjóri Svíþjóðar, segir að nýlegar fjárfestingar Íslendinga í Svíþjóð hafi tekist vel og hafi stutt við fjármálakerfið hér á landi í óróanum sem ríkt hefur hér að undanförnu.

Þetta kemur fram í ræðu sem hann hélt í Brussel í dag á ráðstefnu belgíska seðlabankans, um hvort greining á stöðugleika fjármálakerfa aðskildra efnahagskerfa geti komið Evrópusambandslöndum að gagni.

"Íslenskir fjárfestar hava keypt stóra hluti í sænskum fjármálafyrirtækjum. Fjárfestingarnar eru frekar smáar frá sjónarhóli Svía, en töluverðar á íslenskan mælikvarða. Upp á síðkastið hefur ríkt órói á íslenskum fjármála- og gjaldeyrismarkaði. Til allrar hamingju hafa fjárfestingarnar í Svíþjóð gengið mjög vel og að nokkru leyti stuðlað að meiri styrkleika íslenska fjármálakerfisins en ella. En við aðrar aðstæður hefði raunin getað orðið þveröfug -- hefðu Íslendingarnir gert þessar fjárfestingar í sænsku bankakreppunni á tíunda áratugnum hefðu eignir þeirra í sænskum fyrirtækjum orðið til þess að vekja íslenskt efnahagslíf," segir Ingves.

Ingves segir að þetta sýni að ekki sé nóg að líta til veikleika í efnahagslífi einstakra landa og þjóðhagfræðileg tengsl milli þeirra; einnig sé nauðsynlegt að skoða fjölþjóðlegar samstæður og eignir fyrirtækja í öðrum löndum.