Íslenskt vatn
Íslenskt vatn
© Aðrir ljósmyndarar (VB MYND)

Flöskur með vatni undir merkjum Icelandic Glacial hlutu verðlaun fyrir hönnun á alþjóðlegri ráðstefnu um flöskuvatn í Nashville í Teneesee á dögunum. Ráðstefnan heitir Zenith International’s Global Bottled Water Congress en verðlaunin 2013 Global Bottled Water Awards. Valnefnd sérfræðinga í drykkjavörugeiranum mat flöskur sem þátt tóku í keppninni og þóttu flösku vatnsins undir merkjum Icelandic Glacial skara fram úr.

Haft er í tilkynningu eftir Jóni Ólafssyni, stofnanda og forstjóra Icelandic Water Holding, að við hönnun á flöskunum hafi verið leitað eftir því að endurspegla náttúrufegurð landsins.

Vatninu undir merkjum Icelandic Glacial er tappað á flöskur í landi Hlíðarenda í Ölfusinu. Þaðan er því dreift víða um heim.