Skuldabréfavísitala GAMMA lækkaði um 0,37% í dag. Verðtryggði hluti vísitölunnar lækkaði um 0,33% og sá óverðtryggði um 0,46%. Frá áramótum hefur verðtryggði hluti vísitölunnar hækkað um ein 14,2%, en sá óverðtryggði lækkað um 1,39%. Velta á skuldabréfamarkaði í gær nam 23,8 milljörðum króna.

Úrvalsvísitala Kauphallarinnar lækkaði um 1,30% í óvenjumiklum viðskiptum í dag. Gengi bréfa Icelandair hækkaði um 1,58% og bréfa Atlantic Petroleum um 0,41%. Hins vegar lækkaði Össur um 3,06% og BankNordik um 4,05%. Velta á hlutabréfamarkaði nam 996,5 milljónum króna og var nær öll veltan með bréf Marels án þess að það hefði áhrif á gengi þeirra.