Forsætisráðherra stefnir að því að leggja fram frumvarp til laga um breytingar á notkun íslenska fánans á Alþingi í vor. Þetta kom fram í svari ráðherrans til Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknar, á þriðjudag.

Í frumvarpinu verða ákvæði um notkun íslenska fánans í markaðssetningu á íslenskum vörum endurskoðuð. Silja Dögg var meðal þeirra sem lögðu fram frumvarp um málið í fyrra sem var svo vísað til ríkisstjórnarinnar. Ætlunin er að heimilt verði að nota fánann við markaðssetningu á vöru án þess að sérstaklega sé sótt um leyfi til þess.

Þó verður vara að vera „íslensk að uppruna“ til þess að mega nota fánann.