*

þriðjudagur, 28. september 2021
Innlent 27. október 2014 10:53

Íslenskar vörur fái að nota fánann í markaðssetningu

Forsætisráðherra stefnir að því að leggja fram frumvarp sem gerir heimilt að nota íslenska fánann við markaðssetningu.

Ritstjórn
Haraldur Jónasson

Forsætisráðherra stefnir að því að leggja fram frumvarp til laga um breytingar á notkun íslenska fánans á Alþingi í vor. Þetta kom fram í svari ráðherrans til Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknar, á þriðjudag.

Í frumvarpinu verða ákvæði um notkun íslenska fánans í markaðssetningu á íslenskum vörum endurskoðuð. Silja Dögg var meðal þeirra sem lögðu fram frumvarp um málið í fyrra sem var svo vísað til ríkisstjórnarinnar. Ætlunin er að heimilt verði að nota fánann við markaðssetningu á vöru án þess að sérstaklega sé sótt um leyfi til þess.

Þó verður vara að vera „íslensk að uppruna“ til þess að mega nota fánann.