Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga (FVH) efnir til ráðstefnunnar og verðlauna-afhendingarinnar Íslenska þekkingardagsins föstudaginn 13. febrúar 2009 , kl. 13:30-16:30, í Salnum, Kópavogi.

Þemað að þessu sinni er Tækifæri á nýjum tímum – Nýsköpun!

Erindi á ráðstefnunni flytja Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, Eyþór Ívar Jónsson, dósent við Kaupmannahafnarháskóla og framkvæmdastjóri Klaks, Guðjón Már Guðjónsson, framkvæmdastjóri Industria, Berglind Ásgeirsdóttir, ráðuneytisstjóri heilbrigðisráðuneytisins og Hörður Arnarson, forstjóri Marel Food Systems. Í upphafi ráðstefnu mun utanríkis- og iðnaðarráðherra, Össur Skarphéðinsson, flytja ávarp. Forseti Íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson, mun afhenda þekkingarverðlaun FVH. Ráðstefnustjóri: Aðalsteinn Leifsson, forstöðumaður MBA í Háskólanum í Reykjavík