Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga (FVH) efndi til ráðstefnunnar og verðlauna-afhendingarinnar Íslenska þekkingardagsins s.l. föstudag.

Hér til hliðar má sjá myndir af ráðstefnunni en þemað að þessu sinni var; Tækifæri á nýjum tímum – Nýsköpun! (Smellið á númer myndanna til að skoða myndir)

Erindi á ráðstefnunni fluttu Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, Eyþór Ívar Jónsson, dósent við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn og framkvæmdastjóri Klaks, Guðjón Már Guðjónsson, framkvæmdastjóri Industria, Berglind Ásgeirsdóttir, ráðuneytisstjóri heilbrigðisráðuneytisins og Hörður Arnarson, forstjóri Marel Food Systems.

Í upphafi ráðstefnunnar flutti utanríkis- og iðnaðarráðherra, Össur Skarphéðinsson, ávarp. Forseti Íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti Vilhjálmi Bjarnasyni, dósent við HÍ þekkingarverðlaun FVH.

Ráðstefnustjóri var Aðalsteinn Leifsson, forstöðumaður MBA í Háskólanum í Reykjavík.