Það var byrjað í kirkjugarðinum: Klukkan 11 að morgni 1. desember 1918 fóru ráðherrarnir þrír, sem sátu í ríkisstjórn Íslands, ásamt forsetum Alþingis, og lögðu blómsveig að leiði Jóns Sigurðssonar. Þetta var mesti blíðviðrisdagur sem komið hafði lengi, „og lagði forsjónin þannig sinn skerf til þess að þessi merkilega stund gæti orðið sem hátíðlegust,“ einsog komist var að orði í Morgunblaðinu daginn eftir.

Ísland var að verða fullvalda, en Reykjavík var í sárum. Vikurnar á undan hafði skæð drepsótt, spænska veikin, lagt lamandi hönd yfir mannlífið. Næstum 500 Íslendingar dóu á skömmum tíma, athafnalíf í litla höfuðstaðnum lamaðist, búðum var lokað, blöð hættu að koma út, lík hrönnuðust upp og 20. nóvember voru fórnarlömb veikinnar jarðsett í fjöldagröf. 1918 var sannarlega eitt mesta ógnarár 20. aldar á Íslandi. Veturinn 1917-18 var kallaður frostaveturinn mikli, enda var þá 30 gráðu frost langtímum saman og hafís lokaði siglingarleiðum suður fyrir land. Í október vaknaði svo Katla og varð gríðarlegt hlaup úr Mýrdalsjökli.

Fáninn góði frá 1. desember 1918 er varðveittur á Þjóðminjasafninu.

Nánar má lesa um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.

Íslenski Fáninn
Íslenski Fáninn
© Haraldur Jónasson (VB MYND/HARI)