„Það eru ekki bara eldjföll sem gera Ísland óstöðug. Stormasamur efnahagslegur umsnúningur hefur einnig skekið húsnæðismarkaðinn á þessari litlu eyju í Norður Atlantshafi. En rétt í þessu er Ísland í uppsveiflu.“ Þetta eru upphafsorð greinar Wall Street Journal um íslenska húsnæðismarkaðinn sem birtist á vef þeirra í gær.

Í greininni er farið yfir stöðu markaðarins eftir hrun, hvernig lægri verðbólga, lægra atvinnuleysi og aukinn straumur ferðamanna hafi aukið spurn eftir húsnæði. Þar er greint frá byggingu viðbótar við turnana í Skuggahverfi, en Aðalheiður Karlsdóttir, fasteignasali hjá Stakfelli ræðir um sölu íbúða í þeim turni og bætir því við að „sama hvað fólk heldur um efnahagslega stöðu okkar, þá er nokkuð um mjög ríkt fólk á Íslandi.“

Einnig er rætt við Ásgeir Jónsson, lektor í hagfræði hjá Háskóla Íslands, en hann bendir á það hversu hlutfallslega ung þjóð við erum. Hann spáir því að reykvíkingum muni fjölga um 20% á þessu ári og að samhliða því verði hækkun á húsnæðisverði um jafn hátt hlutfall.