Fiskafli íslenskra skipa árið 2005 var sá minnsti frá árinu 1997. Þetta kemur fram hjá greiningardeild Kaupþings banka.

Í fyrra veiddust 1.667 þúsund tonn en árið áður var hann fjórum prósentum meiri.

Aflinn dróst saman um 16%, miðað við desember í fyrra og desember árið 2004, segir greiningardeild Kaupþings banka.

Aflaverðmætið milli desembermánaða dróst saman um 6% á föstu verði, segir greiningardeild Kaupþings banka.

Ástæðan er að veiði á verðmeiri tegundum dróst minna saman frá því í fyrra.

Síðast liðinn desember veiddust 72 þúsund tonn en í desember 2004 veiddust 85 þúsund tonn.

Helsta skýringin er minni síldar- og kolmunnaafli en auk þess var ýsuaflinn talsvert minni.