Björgvin Skúli Sigurðsson, framkvæmdastjóri markaðs- og viðskiptaþróunarsviðs Landsvirkjunar, fjallaði um orkuiðnaðinn og möguleika Íslands til framtíðar á árlegum hagspárfundi Landsbankans sem haldinn var í Hörpu í gær.

Í erindinu sagði hann að íslenski raforkumarkaðurinn væri orðinn seljendamarkaður en ekki kaupendamarkaður en það bætir samningsstöðu Landsvirkjunar verulega. Þá ræddi hann áhrif hærra raforkuverðs í framtíðinni. Hann telur mögulegt að hærri arðsemi orkuiðnaðarins gæti haft jákvæð áhrif á lífskjör þrátt fyrir hærra orkuverð til neytenda.

VB Sjónvarp ræddi við Björgvin.