Íslenskir aðalverktakar skiluðu 141 milljón króna á árinu 2013. Er það öllu verri niðurstaða en frá árinu 2012 þegar samstæðan skilaði 11 milljóna króna hagnaði.

Eignir félagsins námu 3,9 milljörðum króna í árslok 2013. Skuldir voru tæpir 3,3 milljarðar króna og nær tvöfölduðust milli ára, en þær námu 1,6 milljörðum í árslok 2012. Eigið fé samstæðunnar var 617 milljónir króna í árslok 2013 og nam eiginfjárhlutfallið 15,81%.

Í upphafi og lok árs voru tveir hluthafar í félaginu, en þar af er ÍAV Holding ehf. sem er með nærri 100% hlut. Forstjóri félagsins er Karl Þráinsson.