Í upphafi þessa mánaðar var greint frá því að félagið Gæðabakstur ehf. hefði keypt meirihluta í Brauðgerð Kr. Jónssonar & Co, einnig þekkt sem Kristjánsbakarí. Kristjánsbakarí er í hópi elstu fyrirtækja landsins og hafði fram að kaupunum verið fjölskyldufyrirtæki í samfelldri eigu þriggja ættliða í 103 ár frá stofnun.

Með kaupunum færðist Kristjánsbakarí inn í norsku samsteypuna Orkla Group A/S, sem er skráð í norsku kauphöllina. Orkla Group er í hópi stærstu fyrirtækja í Noregi, en um 13.000 starfsmenn störfuðu fyrir félagið í lok síðasta árs. Samstæðan er metin á jafnvirði 984 milljarða íslenskra króna í norsku kauphöllinni. Til samanburðar eru öll félögin í íslensku úrvalsvísitölunni metin á 565 milljarða króna.

Eitt af dótturfélögum Orkla Group er danski smjörlíkisframleiðandinn Dragsbæk margarinfabrik A/S. Í eigu þess er svo félagið Blume Foods I/S, sem aftur á allt hlutafé í íslenska félaginu Viska hf.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun. Meðal annars efnis í blaðinu er:

  • Verðhugmyndir eru byrjaðar að mótast um sanngjarnt gengi Símans.
  • Afstaða þingheims til nýs áfengisfrumvarps er reifuð.
  • Fjárfest verður í kísilverum hér á landi fyrir meira en 200 milljarða á næstu árum.
  • Viðsnúningur varð í afskriftum FIH-bankans á fyrri helmingi ársins.
  • Klasasamstarf fyrirtækja í matvælaiðnaði er í undirbúningi.
  • Ræstingarfyrirtæki velta milljörðum króna árlega.
  • Nýtt frumvarp kveður á um upplýsingaskyldu opinberra aðila varðandi innkaup.
  • Ari Edwald, forstjóri Mjólkursamsölunnar, er í ítarlegu viðtali.
  • Svipmynd af Erlu Guðmundsdóttur, nýjum framkvæmdastjóra fjárhags hjá Seðlabanka Íslands.
  • Huginn og Muninn eru á sínum stað auk Týs sem fjallar um Seðlabankann.
  • Óðinn fjallar um fjármál Reykjavíkurborgar.
  • Með blaðinu fylgja tvö vegleg sérblöð. Annað um bíla og hitt um félögin í Kauphöllinni.