Hæstaréttardómurum er heimilt samkvæmt stjórnarskrá að láta af störfum 65 ára að aldri og halda fullum launum til æviloka. Þeir þurfa því ekki að fara á eftirlaun líkt og aðrir starfsmenn ríkisins. Á síðustu 30 árum hafa sautján af tuttugu dómurum látið af störfum fyrir 67 ára aldur.

Fréttatíminn greinir frá þessu í dag en stjórnlagaráð lagði til afnám þessarar reglu í tillögum sínum um breytingar á stjórnarskrá.