"Þegar aðgengi að fjármagni verður meira og betra er eins og sum íslensku fyrirtækin missi sjónar á kjarnastarfsemi sinni, og í raun sinni stefnu, og verða eins og kálfar sem hleypt er út að vori. Ekkert verður íslenskum fjárfestum óviðkomandi og við í raun glötuðum þeirri sérhæfingu sem upphaflega var lagt af stað með," segir Ásta Dís Óladóttir forseti viðskiptadeildar Háskólans á Bifröst.  Hún lauk nýlega doktorsnámi við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn.

Doktorsritgerð Ástu Dísar ber heitið „Internationalization from a small domestic base; an empirical analysis of Icelandic multinationals.“ Það útleggst á íslensku: Alþjóðavæðing frá smáum hagkerfum; greining á beinum erlendum fjárfestingum íslenskra fyrirtækja. Í ritgerð sinni fer Ásta Dís yfir fjárfestingar íslenskra fyrirtækja frá upphafi til dagsins í dag og er meðal annars gerður samanburður á fjárfestingum Íslendinga, Íra og Ísraela.

Skuldsett eigið fé

"Í ljós kom að íslensku fyrirtækin fjárfestu í sömu greinum og fyrirtækin frá Írlandi og Ísrael, þ.e í fjármálaog tryggingageiranum og í fasteignum. Eins fjárfestu fyrirtækin frá löndunum þremur mest í Evrópu og Norður-Ameríku. Munurinn á fjárfestingum þessara þriggja landa fólst kannski fyrst fremst í því að Íslendingar notuðu í mun meiri mæli skuldsett eigið fé í fjárfestingum, þ.e að móðurfélögin skuldsettu sig á móti eiginfjárþætti yfirtökunnar," segir Ásta Dís.

Ítarlegt viðtal við Ástu Dís í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins.