Penninn hefur keypt allt hlutafé í rekstrarvörukeðjunni Daily Service sem starfar í Eistlandi, Lettlandi og Litháen. Með kaupunum er Penninn orðinn umsvifamesta rekstrarvörufyrirtækið í Eystrasaltslöndunum.

Kristinn Vilbergsson, forstjóri Pennans, segir kaupin mikilvægan áfanga í sókn Pennans inn á markaði kringum Eystrasalt. Daily Services er vel skipulagt og hefur náð góðum árangri. Fyrirtækið er með 320 starfsmenn og ársveltu sem nemur tveimur milljörðum króna. ?Okkar markmið er að vaxa áfram á þessu svæði en hér leynast gríðarleg tækifæri?, segir Kristinn, en í vikunni var einnig tilkynnt um kaup Pennans á kaffiframleiðandanum Melna Kafija, í samstarfi við Te&kaffi.

Penninn hefur að fullu tekið við stjórn fyrirtækisins af fyrrum eigendum, upplýsingatæknifyrirtækinu Alna.