Sigurður og Jón Pálmasynir, eigendur IKEA á Íslandi, ætla sér að opna IKEA í Lettlandi og Eistlandi, eftir að búið er að opna verslun í Litháen. Unnið er að opnun við flugvöllinn í Vilnius.

Fréttasíðan Baltic Business News, BBN, greinir frá áformum bræðranna í dag og hefur þau eftir talsmanni þeirra, Hönnu Gústafsson.

Félag í þeirra eigu í Litháen hefur tryggt sér um 15 hektara landsvæði. Til stendur að framkvæmdir við byggingu nýrrar verslunar hefjist í vor. Stærð hennar verður 25 þúsund fermetrar. Heildarfjárfesting er metin á yfir 100 milljónir evra, jafnvirði nærri 16 milljörðum króna.