*

fimmtudagur, 2. desember 2021
Innlent 28. nóvember 2018 10:57

Íslenskir neytendur sífellt svartsýnni

Væntingavísitala Gallup hefur fallið nær samfellt frá áramótum, og hefur ekki verið lægri í fimm ár.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Væntingar íslenskra neytenda í efnahagsmálum hafa versnað töluvert síðastliðinn mánuð, samkvæmt væntingavísitölu Gallup, en hún féll um 18% milli mánaða og hefur ekki verið lægri í fimm ár. Þetta kemur fram í frétt greiningardeildar Íslandsbanka.

Vísitalan hefur lækkað nær samfellt frá áramótum, og stendur nú 45% lægra en í desember í fyrra. Hún hefur verið undir 100 stigum frá því í júlí og stendur nú í 75,8 stigum, en 100 stig eru skilgreind sem jafnvægið milli bjart- og svartsýni.