Icelandic Startups og Íslandsstofa, í samstarfi við Slush og íslenska sendiráðið í Helsinki standa fyrir sendiferð frumkvöðla, fjárfesta og fjölmiðla á Slush, eina helstu tækni- og sprotaráðstefnu Evrópu. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Icelandic Startups.

17 frambærilegustu sprotafrirtækjum Íslands taka þátt í sendiferð til Slush. Leikafyrirtækið Porcelain Fortress, fær tækifæri til að kynna viðskiptahugmynd sína á sviði. Sprotafyrirtækin Solid Clouds og RVX verða fulltrúar Íslands og kynna því starfsemi sína á sérstöku Slush Nordic Showcase.

„Tilgangur ferðarinnar er að vekja athygli á fjölbreyttum og frambærilegum sprotafyrirtækjum og umhverfi sprotafyrirtækja á Íslandi en jafnframt að auka tengsl á milli fjárfesta og þeirra aðila sem fóstra grasrót frumkvöðla á Norðurlöndunum,“ segir meðal annars í tilkynningunni.

Meðal þeirra Íslendinga sem taka þátt í dagskránni ýmist með erendi eða umræðum eru til að mynda Kári Stefánsson, stofnandi deCode Genetics, Davíð Helgason, stofnandi Unity Technologies, Sigurður Ásgeir Árnazson, stofnandi Drexler og Salóme Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandic Startups.