Air Media Center, fyrsta íslenska smáforritið fyrir nýja tvOS stýrikerfið á Apple TV er komið út. Það er fyrirtækið App Dynamic ehf. sem stendur að baki forritinu.

Forritið, sem er einnig til fyrir iPhone og iPad, gerir fólki kleift að tengjast tölvunni sinni þráðlaust í gegnum Apple TV og spila þaðan öll helstu gögn sem notandinn deilir, hvort sem um er að ræða kvikmyndir, sjónvarpsþætti, tónlist eða ljósmyndir.

Air Media Center spilar allar gerðir myndbanda og breytir þeim yfir á snið sem spilarinn frá Apple höndlar í rauntíma.

Áugasamir geta kynnt sér forritið nánar hér.