Íslenskt brennivín hefur nú lækkað um rúm 6% að meðaltali í verslunum ÁTVR segir í tilkynningu Ölgerðarinnar.

Ölgerðin hefur einnig lækkað verð á öðru sterku íslensku áfengi í verslunum ÁTVR.

Eldurís og Tindavodki og skotdrykkirnir Opal og Tópas hafa þannig lækkað í verði um rúm 4% að meðaltali í vínbúðunum.

Að undanförnu hefur ÁTVR tvívegis tilkynnt verðhækkanir.

Í tilkynningu frá Ölgerðinni kemur fram að þessi lækkun ætti að koma sér vel fyrir skötuveislurnar í desember, enda er skatan vandétin ef ekki fylgir brennivín.