Þeir Daði Einarsson og Baltasar Kormákur keyptu síðastliðið sumar íslenska hluta hins alþjóðlega kvikmyndabrellufyrirtækis Framestore. Daði segir þá félaga deila sýn um framtíð kvikmyndaiðnaðarins á Íslandi en þessa dagana vinnur Framestore að eftirvinnslu þriðju þáttaraðarinnar af Boardwalk Empire.

VB sjónvarp heimsótti Framestore og ræddi við Daða um starf Framestore og verkefnin á döfinni.