SecurStore í Bretlandi hefur gert þjónustusamning við undirfatakeðjuna La Senza í Bretlandi um öryggisafritun allra gagna keðjunnar. SecurStore UK er dótturfyrirtæki íslenska fyrirtækisins SecurStore sem er staðsett á Akranesi.

Í tilkynningu frá SecurStore segir að félagið hafi mikla reynslu af gagnaafritun á Íslandi, en starfsemi félagsins á Bretlandi hafi verið í örum vexti undanfarin misseri. Samningurinn við La Senza sé umtalsverð viðbót á Bretlandsmarkaði.

La Senza recur um 180 verslanir sem selja tískuundirfatnað fyrir konur og er meðal stærstu tískukeðja Bretlands.

„Samningurinn er mikilvægur áfangi í að byggja upp orðspor okkar í Bretlandi og við fögnum því að íslensk þekking og þjónusta nái sífellt traustari fótfestu á Bretlandi og skjóti styrkari stoðum undir fyrirtækið,“ segir Alexander Eiríksson annar stofnenda Securstore sem leiðir starfsemi félagsins ytra.

„Við erum mjög ánægðir með samninginn við SecurStore og þjónusta þeirra og afritunarlausn eru með þeim bestu sem ég hef séð á þessu sviði. Með lausninni er einfalt fyrir okkar að fullnægja reglum um geymslu gagna í langan tíma á sama tíma og endurheimt okkar mikilvægustu gagna er mjög hraðvirk. SecurStore bindur þetta módel saman þannig að kostnaður okkar er lágmarkaður á sama tíma og hægt er að endurheimta okkar mikilvægustu gögn á örskotsstundu,“ segir Paul Erskine yfirmaður upplýsingamála hjá La Senza.