Kröftugur efnahagsbati frá hruni og jákvæðar framtíðarhorfur, sem þó eru háðar nokkurri óvissu, hafa orðið til þess að fjárfestingarumhverfi á Íslandi er hagstæðara en áður. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Viðskiptaráðs um íslenska hagkerfið. Hún er tekin saman fyrir erlenda fjárfesta til að átta sig á stöðu mála og framtíðarhorfum hagkerfisins.

Björn Brynjúlfur Björnsson, aðalhagfræðingur Viðskiptaráðs, segir fyrst og fremst standa upp úr skýrslunni hve „jákvæð þróunin hefur verið síðastliðið ár. Skuldir og atvinnuleysi hafa lækkað, verðlag er stöðugt, við sjáum fyrir endann á höftum og lánshæfismat Íslands hækkaði í fyrsta sinn frá hruni,“ segir Björn.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .